Milljónir Kínverja gera sér dagamun með því að versla ótrúlegt magn neysluvara á netinu einn dag á hverju ári - svokallaðan einhleypradaginn.

Einhleypradagurinn er haldinn hátíðlegur þann 11. nóvember, sem gæti verið vegna þess hve mörg '1' eru í dagsetningunni 11.11.

Þegar klukkan slær tólf á einhleypradaginn hríðfalla verð á alls kyns neysluvörum, sem söluaðilar hafa skipulagt mánuði fram í tímann.

Sólarhring síðar munu neytendur hafa eytt milljörðum yuan, og margar þeirra hundraða milljóna pakka sem pantaðir voru á internetinu hafa fundið sér leið heim til þeirra sem pöntuðu þá.

Það er netsölurisanum Alibaba fyrir að þakka að Kína á sína eigin útgáfu af hinum bandaríska „svarta friday“. Árið 2009 var framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu að skruna gegnum dagatal í leit að góðri dagsetningu til að herma eftir hinum svarta föstudegi, og ákvað að gera tilraun á fyrrnefndri dagsetningu.

Tilraunin sló agjörlega í gegn, og hefur bara farið vaxandi. Í fyrra eyddu Kínverjar 9,3 milljörðum bandaríkjadala, eða um 1.209 milljörðum íslenskra króna á einhleypradaginn hjá Alibaba. Til samanburðar eyddu Bandaríkjamenn 1,5 milljarði dala síðasta svarta föstudag, eða um 195 milljörðum íslenskra króna.

Spámenn velta fyrir sér hvort sölumagnið í ár gæti ekki jafnvel hækkað. Sumir matsaðilar gera ráð fyrir heilli 22% aukningu á einhleypradaginn í Kína í ár.