*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 1. ágúst 2018 16:30

Icelandair leiðir lækkanir í Kauphöllinni

Icelandair Group féll um 10% í dag í 109 milljón króna viðskiptum eftir blóðugt ársfjórðungsuppgjör í gær. OMXI8 féll um 1,5%.

Ritstjórn
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, OMXI8, féll um 1,5% í dag, en Icelandair leiddi rauðan dag á marköðum með 10% lækkun eftir að ársfjórðungsuppgjör, sem birt var í gær, sýndi tap upp á 2,7 milljarða króna.

HB Grandi var eina félagið sem hækkaði, en hækkunin og veltan voru hverfandi. Á eftir Icelandair kom Sjóvá með 2,1% lækkun, en önnur félög lækkuðu um undir 2%.

Stikkorð: Icelandair Kauphöllin