*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 21. maí 2016 14:15

Icelandair minnkar flugtímakröfur

Nýir flugmenn hjá Icelandair þurfa nú að hafa 300 flugtíma að baki en þurftu áður að hafa lokið 500 tímum.

Ólafur Heiðar Helgason
Haraldur Guðjónsson

Icelandair hefur auglýst eftir flugmönnum til starfa vegna háannatímans á næsta ári. Umsækjendur þurfa að hafa lokið 300 flugtímum, en hingað til hefur Icelandair gert kröfu um 500 flugtíma.

Þeir flugmenn sem hafa lokið færri en 500 tímum þurfa þó að hafa lokið undirbúningsnámskeiði vegna þjálfunar á þotu, svokölluðu JOC-námskeiði. Námskeiðið kostar um 300 þúsund krónur í Flugskóla Íslands.

Stefnir í skort

Þeir aðilar sem Viðskiptablaðið hefur rætt við innan fluggeirans eru sammála um að mikil samkeppni sénú um flugmenn. Nýjar kröfur Icelandair breyta miklu fyrir nýútskrifaða atvinnuflugmenn, sem hafa almennt lokið um 200 tímum þegar þeir öðlast réttindi.

Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir að þó að enn sem komið er sé ekki erfitt að fá flugmenn sé markaðurinn farinn að þrengjast, eðli málsins samkvæmt.

„Bæði við og aðrir aðilar á markaðnum hafa verið að ráða ansi mikið á þessu ári,“ segir hann. „Við erum ekki að sjá skort ennþá, en ef þessi vöxtur heldur áfram í þeim mæli sem við höfum verið að sjá undanfarin ár þá stefnir í það.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Icelandair Flug Flugmenn
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim