Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur lýst því yfir að áhugi sé fyrir fríverslunarsamningum milli Kanada og Kína. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg. Kanadíski forsætisráðherran hefur undanfarið unnið að því að styrkja samband þjóðanna.

Löndin hafa nú þegar sett sér markmið um að tvöfalda umsvif viðskipta fyrir árið 2025. Árið 2015 voru umsvif viðskiptanna um 46 milljarðar Bandaríkjadollara.

Kínverjar kaupa sérstaklega mikið af kanadískri repju, enda er hún notuð í olíur og ýmiskonar fóður. Enginn framleiðir jafn mikið magn af repju og Kanadamenn.