*

þriðjudagur, 17. júlí 2018
Fólk 6. september 2017 14:03

Ingvi Björn í hóp hluthafa á ný

Ingvi Björn Bergmann gengur til liðs við Deloitte á nýjan leik.

Ritstjórn

Í byrjun september hóf Ingvi Björn Bergmann störf á endurskoðunarsviði Deloitte og varð einn af eigendum Deloitte. Ingvi Björn hefur undanfarin tvö ár starfað sem fjármálastjóri Kynnisferða, sem er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, með um 400 starfsmenn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Deolitte. 

Áður en Ingvi Björn gekk til liðs við Kynnisferðir hafði hann starfað hjá Deloitte frá árinu 2004, þar af sem eigandi frá árinu 2013, en árin 2010 til 2012 starfaði Ingvi Björn hjá Deloitte í Kaupmannahöfn. 

„Við erum afar ánægð með að fá Ingva Björn aftur í eigendahóp Deloitte. Ingvi Björn hefur undanfarin ár viðað að sér reynslu innan ferðaþjónustunnar, sem er orðin ein af undirstöðugreinum landsins. Þar innanborðs er fjölbreyttur hópur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem mikilvægt er að styðja vel við bakið á,“ segir Þorsteinn Pétur Guðjónsson, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs Deloitte.