*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 30. nóvember 2015 12:26

ISIS-skatturinn hleypur á milljörðum á mánuði

Hryðjuverkasamtökin ISIS í Sýrlandi neyða milljarða á ári úr íbúum hernumdu svæðanna undir formerkjum skattgreiðslna.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Sýrlenskir og íraskir ‘skatt’greiðendur eru neyddir af liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS til að greiða rétt rúmlega 130 milljarða króna á ári í gjöld, tolla og skatta. New York Times fjallar um þetta.

Ýmis konar gjöld og greiðslur

ISIS-liðar telja sig vera lögmætt ríkisvald og krefjast þess að fólk greiði skatta og gjöld við hvert einasta tækifæri. Þá má nefna vegatolla, leiguskatt, rafmagns- og vatnsveitugreiðslur, og sektir fyrir að reykja eða klæðast vitlausum fötum á vitlausum tíma.

Upphæðirnar sem hryðjuverkamennirnir kreista út úr Sýrlendingum nema fleiri tugum milljóna dala á hverjum mánuði, og talið er að heill milljarður bandaríkjadala sé kúgaður úr fólkinu þarlendis á ársgrundvelli.

Loftárásir og hernaður hefur talsvert minni áhrif á fjárhag ISIS hvað þessa tekjulind varðar, þótt einhverjum árangri hafi verið náð í sprengjuárásum á olíuviðskiptaflota samtakanna - að sögn vesturlanda, í það minnsta.

Dýrkeyptur ísbíltúr

Sagt er frá ísbílstjóranum Mohammad Al-Kirayfawai sem keyrir trukkinn sinn frá Jórdan til landsvæðis í Írak þar sem ISIS-liðar ráða ríkjum. Hann greiðir þeim 300 bandaríkjadali á mánuði fyrir það eitt að keyra í gegn.

ISIS heldur uppi öllum formerkjum hins klassíska vestræna skrifræðisríkis - ísbílstjórinn fær jafnvel stimpil og fleiri pappírsgögn undir merkjum ISIS til að sýna fram á lögmæti sitt innan svæðisins. 

Neiti hann þó að greiða tollinn fellur leiktjaldið skjótt niður. Trukkurinn yrði brenndur og hann handtekinn án nokkurrar málsmeðferðar, enda eru hryðjuverkamennirnir háðir einræðislegri valdbeitingu til að ná fram ætlunum sínum.

Stikkorð: Olía Skattur ISIS
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim