Vísitalan er samsett úr mælingum á 74 þáttum sem varða persónufrelsi annars vegar, eins og t.a.m. trúfrelsi, tjáningarfrelsi, kynfrelsi o.fl., og hins vegar þætti sem varða efnahagslegt frelsi eins og t.d. regluverk, vernd eignarréttar o.fl.

Af 10 mögulegum stigum fær Ísland 8,40 stig, þar af 9,37 stig á sviði persónufrelsis en einungis 7,43 stig á sviði efnahagslegs frelsis. Einstaklingar á öllum hinum Norð­urlöndunum mælast frjálsari, en Finnar eru í 3. sæti listans með 8,63 stig. Í efsta sæti er Hong Kong með 9,04 stig og Sviss er í öðru sæti með 8,80 stig.

Athygli vekur að Ísland er eina landið á listanum sem fær fullt hús stiga í undirflokknum öryggi.