Hagvöxtur í Japan var talsvert minni en búist var við á þriðja ársfjórðungi en spár gerðu ráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneyti Japans var hagvöxtur á tímabilinu 1,3% á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tímabil fyrir ári.

Spár gerðu hins vegar ráð fyrir hagvexti upp á 2,2% prósent. Hagvöxturinn var talsvert minni en gert var ráð fyrir vegna þess að fjárfesting fyrirtækja var talsvert minni en spár gerðu ráð fyrir.

Einkaneysla var þó meiri en gert var ráð fyrir og einnig voru tölur úr þjónustugreinum jákvæðari en gert ráð var fyrir.