Forsætisráðherra Kasakstans, Karim Masimov, sagði í gær að ríkisfyrirtækið Kazmunaigas ætti að gegna stærra hlutverki við olíunýtingu á Kashagan-svæðinu í landinu.

Masimov vísaði til þeirrar framleiðslutafar sem orðið hefur undir stjórn Eni-fyrirtækjahópsins sem fékk einkaleyfi til olíunýtingu á svæðinu. Forsætisráðherrann vill að Kazmunaigas verði samstarfaðili að verkefninu með hinum erlendu olíufélögum.

Viðræður eiga sér nú stað á milli stjórnvalda og olíufélaganna um hugsanlegar skaðabætur vegna tafanna og rætt hefur verið um 10 milljarða Bandaríkjadala skaðabótagreiðslur til Kasakstan í þeim efnum.

Eni-hópurinn tilkynnti stjórnvöldum í Kasakstan fyrir skemmstu að olíuvinnsla gæti ekki hafist fyrr en árið 2010, í stað næsta árs líkt áður hafði verið stefnt að.