*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 25. febrúar 2018 21:06

Kaup N1 á Festum raski samkeppni

Samkeppniseftirlitið hyggst ekki samþykkja samruna N1 og Festa án skilyrða samkvæmt frumniðurstöðu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

N1 hefur tilkynnt um að félaginu hafi borist andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu vegna kaupsamnings N1 hf. á öllu hlutafé í Festi hf. sem var skrifað undir 3. október 2017.

Segir í tilkynningunni að andmælaskjalið feli í sér frummat stofnunarinnar en feli ekki í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun. Samt sem áður er frumniðurstaða eftirlitsins sú að samruninn raski samkeppni og verði ekki samþykktur án skilyrða.

Andmælaskjalið er sagt vera ritað í þeim tilgangi að auðvelda samrunaðilum að nýta andmælarétt og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin. 

Niðurstöðurnar sjálfar frá Samkeppniseftirlitinu eru svo væntanlegar 16. mars 2018, nema ef ske kynni að eftirlitið óski eftir viðbótargögnum en þá koma niðurstöðurnar 18. apríl næstkomandi. 

Segir félagið í tilkynningu að ef viðskiptin ganga samt sem áður eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki í lok 2. ársfjórðungs 2018.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim