Íslenskum kosningalögum hefur verið breytt þannig að Íslendingar sem hafa verið búsettir erlendis lengur en í átta ár geta nú kosið í komandi alþingiskosningum.

Þurfa þeir að senda inn umsókn til Þjóðskrá Íslands fyrir fimmtudaginn 29. september næstkomandi til að geta fengið að kjósa. Þeir sem þegar hafa sent inn slíka umsókn eftir 1. desember á síðasta ári þurfa ekki að sækja sérstaklega um aftur.

Þeir sem verða nú teknir á kjörskrá samkvæmt lagabreytingunni fá tilkynningu um það sérstaklega frá Þjóðskrá sem og frá hluteigandi sveitarstjórn.