Fyrrverandi kosningastjóri Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, fékk úthlutað lóð frá bænum í júní.

Þetta kemur fram í DV í dag en kosningastjórinn fyrrverandi, Viggó Einar Hilmarsson, er framkvæmdastjóri byggingafélagsins Silfurhúsa sem mun reisa 35 íbúða fjölbýlishús í Þorrasölum 9 til 11 í Kópavogi.

Fram kemur að Viggó, sem er fyrrverandi starfsmaður Straums-Burðaráss og Landsbankans, sat með Ármanni í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 1993 til 1995.

Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin þann 24. ágúst síðastliðinn en móðurfélag Silfurhúsa, Mótx ehf., var úthlutað lóðinni á fundi framkvæmdaráðs Kópavogsbæjar þann 4. apríl. Ráðgert er að íbúðirnar verði kláraðar á næsta ári.

Sjá nánar á vef DV.