Íslandsbanki hefur stofnað sérstaka kortaeiningu innan viðskiptasviðs bankans. Það stýrir og ber ábyrgð á allra kortastarfsemi bankans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka þar sem fram kemur að fyrr á árinu hafi bankinn fest kaup á öllu hlutafé Kreditkorta. Fyrir átti hann 55 prósenta hlut. Síðan þá hefur bankinn og kortafyrirtækið unnið að stefnumótun og mögulegri samlegð fyrirtækjanna.

Niðurstaðan var stofnun kortaeiningarinnar ásamt hagræðingu í rekstri sem felst í því að sameina ýmsa stoð- og bakvinnslustarfsemi.

Martha Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Kreditkorta, mun stýra kortaeiningunni innan bankans.

Kreditkort gefa út American Express og MasterCard. Kreditkort í Ármúla verður rekið sem sérhæft kortaútibú Íslandsbanka.