Einn Bandaríkjadalur kostar nú 118,7 krónur samkvæmt Seðlabankanum, og hefur hækkað um 0,9% í dag, tæp 7% frá síðustu mánaðarmótum, tæp 11% frá þeim þarsíðustu, og um 21% frá því hann var sem ódýrastur í lok mars síðastliðins.

Gengið veiktist um 1,93% í gær, og hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi síðan í ágúst í fyrra, og ekki verið jafn veikt síðan í júlí 2016, samkvæmt gengisvísitölu Seðlabankans.