Gengi íslensku krónunnar hefur styrskt það sem af er degi eftir töluverða veikingu gærdagsins. Það sem af er degi hefur gengi krónunnar styrkst um 1,29% gagnvart evru eftir að hafa veiktst um 3,08% í gær.

Þegar þetta er skrifað hafa gjaldmiðlarnir styrkst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur um 1% og er kaupgengi hans nú 106,72 krónur.
  • Evran um 1,29% og er kaupgengi hennar nú 121,80 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 0,73% og er kaupgengi þess nú 137,51 króna.
  • Japanskt jen um 0,37% og er kaupgengi þess nú 0,9428 krónur.
  • Dönsk króna um 1,3% og er kaupgengi hennar 16,378 krónur.
  • Sænsk króna um 1,04% og er kaupgengi hennar 12,682 krónur.
  • Norsk króna um 0,77% og er kaupgengi hennar 12,875 krónur.
  • Svissneskur franki um 0,96% og er kaupgengi hans 110,61 króna.