*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 7. ágúst 2018 08:40

Lækka verðmat sitt á TM um 7%

Ráðgjafafyrirtækið Capacent hefur lækkað verðmat sitt á tryggingarfyrirtækinu TM um 7% og metur nú gengi hlutabréfa félagsins á 32,2 krónur per hlut.

Ritstjórn
Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingarmiðstöðvarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Ráðgjafafyrirtækið Capacent hefur lækkað verðmat sitt á tryggingarfyrirtækinu TM um 7% og metur nú gengi hlutabréfa félagsins á 32,2 krónur per hlut. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Síðasta verðmat Capacent er frá því í apríl en þá voru bréf tryggingarfyrirtækisins metin á 34,7 krónur per hlut. Að mati ráðgjafarfyrirtækisins er helsta ástæðan fyrir lægra verðmati TM lakari grunnrekstur. Þá bendir fyrirtækið á að sögulega séð hafi grunnrekstur TM verið sterkari en annarra tryggingarfélaga á markaðnum en félagið sé nú að missa þá stöðu. 

Samsett hlutfall tryggingafélaganna þriggja, TM, VÍS og Sjóvá er samkvæmt Capacent sífellt að nálgast hvert annað. Samsett hlutfall TM síðustu tólf mánuði hefur verið 100,3%. 

Stikkorð: TM tryggingarfélög
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim