*

föstudagur, 19. apríl 2019
Fólk 15. júlí 2018 19:01

Lærdómsríkur tími hjá Amazon

Sylvía Kristín Ólafsdóttir var á dögunum ráðin forstöðumaður nýrrar stuðningsdeildar Icelandair.

Ritstjórn
Þröstur Njálsson

S ylvía Kristín Ólafsdóttir tók á dögunum við starfi forstöðumanns stuðningsdeildar flugrekstrar Icelandair. Um er að ræða nýja deild sem er hluti af skipulagsbreytingum á rekstrarsviði flugfélagsins. „Þetta er fjölbreytt og spennandi starf auk þess sem mér finnst flugbransinn mjög áhugaverður,“ segir Sylvía.

„Ábyrgð stuðningsdeildarinnar er margþætt en undir hana fellur meðal annars stjórnstöð Icelandair  á Keflavíkurflugvelli en hlutverk stöðvarinnar er að reka leiðakerfi félagsins frá degi til dags. Þá fylgir starfinu einnig verkefna-, breytinga- og  umbótastjórnun  auk greiningarvinnu, tölfræði og áætlanagerðar.

Ég hef starfað í mörgum ólíkum greinum allt frá slökkviliðinu til  Amazon  og það er gaman hvað þetta starf tengist þessum ólíku sviðum. Þá tengist starfið einnig mikið ákvarðanatöku, bestun og greiningu sem mér hefur þótt gaman að fást við,“ segir Sylvía en hún er með BSc gráðu í iðnaðar- og vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og  MSc.- gráðu í aðgerðarannsóknum frá London School of Economics.

Áður en Sylvía gekk til liðs við  Icelandair  starfaði hún sem forstöðumaður jarðvarmadeildar hjá Landsvirkjun. Þar á undan starfaði hún í fimm ár í höfuðstöðvum Amazon  í Evrópu en höfuðstöðvar netverslunarrisans eru staðsettar í  Lúxemborg. „Þetta var mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Maður lærði mikið bæði hvernig maður vinnur hlutina og hvernig ákvarðanir eru teknar. Þú ferð sem dæmi aldrei með glærur inn á fundi og þegar ákvarðanir eru teknar liggur alltaf töluverð greiningarvinna að baki auk þess sem hlutirnir eru ræddir undir gagnrýnum augum. Þá er einnig mjög mikill fókus settur á  viðskiptavininn  hvort sem um er að ræða þá viðskiptavini sem panta á netinu eða fyrirtæki,“ segir Sylvía

„Þetta var ótrúlega góður tími í  Lúxemborg  og okkur leið vel. Við eignuðumst báða strákana okkar meðan við vorum úti. Þá kynntumst við mikið af fólki bæði í alþjóðlega umhverfinu hjá  Amazon og eignuðumst einnig töluvert af íslenskum vinum enda er nokkuð sterkt Íslendingasamfélag í landinu.“

Nánar er rætt við Sylvíu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim