*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 24. nóvember 2017 17:02

Landsbankinn semur áfram við Eik

Eik fasteignafélag hefur endurnýjað leigusamning við Landsbankann fram yfir að höfuðstöðvar bankans hafa verið byggðar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eik fasteignafélag og Landsbankinn hf. hafa nú endursamið um leigu á því húsnæði sem Landsbankinn hf. hefur haft til leigu hjá félaginu segir í fréttatilkynningu í kauphöllinni.

Samningurinn nær yfir áætlaðan byggingartíma nýrra höfuðstöðva Landsbankans, og tekur nýi samningurinn gildi 1. mars 2018.

Í útgefendalýsingu Eikar frá því í apríl 2015 var sérstaklega tilgreint um áhættu tengda endurnýjun á leigusamningum við Símann, Mílu, Vátryggingafélag Íslands og Landsbankann á árunum 2015 til 2018, en nú hefur verið framlengt í öllum þessum samningum.

Stikkorð: Landsbankinn Síminn Míla VÍS Eik