Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað lánshæfiseinkun Suður Kóreu. Matsfyrirtækið segir landið sýna gott fordæmi efnahagslega og hefur einkunnin því hækkað úr AA- í AA. Þetta samrýmist mati frá matsfyrirtækinu Moody's, sem hækkaði lánshæfiseinkun Suður Kóreu í Aa2 í desember árið 2015.

Suður Kórea er nú talið stöndugra en önnur hagkerfi í Asíu, en einkunnin er betri en einkunn Kína og Japan. Seðlabanki Suður Kóreu telur að hagkerfið muni vaxa um 2,7% á þessu ári, en vöxtur hagkerfisins nam 2,6% árið 2015.

Suður Kórea er fjórða stærsta hagkerfi Asíu.