Launavísitalan í mars 2017 er 597,3 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5% að því er kemur fram í tölum Hagstofu Íslands .

Miklar breytingar voru á tólf mánaða breytingu í mars 2016 annars vegar og mars 2017 hins vegar. Það skýrist að sögn Hagstofunnar meðal annars af því að engar kjarasamningshækkanir voru á tímabilinu apríl 2016 til mars 2017  hjá stórum hluta starfsmanna á almennum vinnumarkaði en annað var uppi á teningnum á fyrra tímabilinu.

Kaupmáttur launa hefur hækkað um 3,3%

Á síðastliðnum tólf mánuðum hefur vísitala kaupmáttar hækkað um 3,3%. Kaupmáttur launa í mars stóð í 139,3 stigum og hækkaði um 0,3% milli mánaða.