Miðvikudagur, 25. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Marel greiðir stjórnarmanni tæplega 19 milljónir

3. ágúst 2012 kl. 16:04

Theo Hoen, forstjóri Marel.

Theo Bruinsma ákvað að leysa inn kauprétt en ekki var hægt að eiga eiginlega viðskipti með hlutina vegna laga hér á landi.

Marel hefur ákveðið að greiða stjórnarmanninum Theo Bruinsma samtals 127.000 evrur vegna kaupréttaarsamnings. Það jafngildir tæplega 19 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynninggu frá félaginu.

Marel gerir samninginn við Bruinsma upp með þeim hætti að mismunur kaupréttargengis (87,41 kr.) og markaðsgengis (139,50 kr.) er margfaldað með fjölda þeirra hluta sem hann átti kauprétt að. Þetta er gert vegna hamla í lögum um hlutafélög og lögum um gjaldeyrismál. Eiginlega viðskipti eiga sér því ekki stað með hluti í félaginu en eftir uppgjörið á Bruinsma ekki kauprétt að fleiri hlutum í Marel hf.  Kaupréttir Bruinsma voru lausir til innlausnar þann 1. júlí 2012 og óskaði hann eftir að nýta kaupréttinn.

 Allt
Innlent
Erlent
Fólk