*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 18. júlí 2016 17:31

Markaðir fara hægt af stað

Vikan byrjaði rólega í kauphöllinni. Mestar lækkanir hjá HB Granda.

Ritstjórn
Það er rólegt í kauphöllinni þessa dagana
Haraldur Guðjónsson

Vikan byrjaði að mestu rólega í íslensku kauphöllinni. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,16%, en hún stendur nú í 1833,00 stigum.

Mestar hækkanir voru á Reitum, en félagið fór upp um 1,21% og stendur nú í 83,9 krónum á hlut. Síminn hækkaði sem nemur 0,62% og kostar hver hlutur því 3,23 krónur. Skráð gengi í fasteignafélaginu Reginn er nú 23,40 krónur á hlut, en bréf félagsins hækkuðu um 0,21% í dag.

Mestar lækkanir voru á HB Granda, N1, og TM. Bréfin í HB Granda féllu um 3,63% í dag og standa nú í 31,90 krónum á hlut. Gengi N1 lækkaði um 1,33% og er nú skráð 74 krónur á hlut. TM lækkaði um 0,94% og er því komið niður í 21 krónu á hlut.

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,1%, og Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag. Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í 0,6 milljarða króna viðskiptum.  Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 5 milljón króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 0,6 milljarða króna viðskiptum. Lítillegar hækkanir voru á vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa.

Stikkorð: Gamma Kauphöll HB Grandi Nasdaq
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim