*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 24. júní 2018 15:31

Matsmenn meta tjón Arev NII

Dómkvaddir matsmenn munu meta meint tjón lífeyrissjóða í tengslum við fjárfestingar í sjóðinn Arev NII.

Ingvar Haraldsson
epa

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að dómkvaddir matsmenn meti meint tjón sjóðsins Arev NII, vegna hlutafjárloforða sem ekki skiluðu sér í sjóðinn frá félögum í eigu Jóns Scheving Thorsteinssonar, eiganda Arev verðbréfafyrirtækis.

Málið snýr meðal annars að ógreiddu hlutafjárloforði félagsins Arev Brands upp á 66 milljónir króna. Fulltrúar sjóðsins hafa haldið því fram að það hafi átt þátt í að breska tískuvöruverslunin Duchamp, sem reyndist eina fjárfesting sjóðsins, hafi farið í greiðslustöðvun.

Framtakssjóðurinn Arev NII var stofnaður árið 2014 og var að mestu í eigu lífeyrissjóða. Félagið keypti Duchamp árið 2015 af félaginu Földungi, sem var í eigu Glitnis, fyrir 2 milljónir punda, um 400 milljónir króna á þáverandi gengi.Fjárfestingin hafði hins vegar verið nær alfarið afskrifuð í árslok 2015 samkvæmt ársreikningi Arev NII. Það ár nam bókfært tap af fjárfestingum 564 milljónum króna og tap sjóðsins alls 665 milljónum króna.

Fyrrverandi forstjóri keypti félagið á mun lægra verði

Eignarstýringarsamning Arev NII við Arev verðbréfafyrirtæki var slitið í maí árið 2016. Í júní fór Duchamp í greiðslustöðvun. Fjárfestingin sem nam samtals yfir 500 milljónum króna er talin töpuð að fullu. Í kjölfar þess að félagið fór í greiðslustöðvun var heimasíða þess og hugverkaréttindi seld til félagsins, Duchamp London Ltd. sem stýrt er af fyrrverandi forstjóra Duchamp. Það félag hefur haldið áfram rekstri vörumerkisins undir nafninu Duchamp London. Gunnar Sturluson, stjórnarformaður Arev NII, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um mögulegt skaðabótamál Arev NII fyrr en að niðurstaða dómkvaddra matsmanna liggi fyrir.

Kom ekki að fjárfestingunni í Duchamp

Jón segir að hann hafi ekki komið nærri ákvörðun um að fjárfesta í Duchamp. Ákvörðunin hafi verið tekin af fjárfestingaráði og hagsmunaráði Arev NII sem í hafi setið fulltrúar eigenda sjóðsins. Allir aðilar hafi verið sammála um fjárfestinguna. „Þannig að ég kom hvergi að þessum ákvörðunum,“ segir Jón. Þá hafi sjóðurinn tvívegis lagt Duchamp til aukið fé sem bendi til þess að þeir hafi haft trú á fjárfestingunni á þeim tíma. Málið reynst Arev mjög erfitt Málefni Arev NII hefur haft gífurleg áhrif á Arev og kostað það yfir 200 milljónir króna að sögn Jóns. Í ársreikningi Arev verðbréfafélags fyrir árið 2017 kemur fram að erfiðleikar tengdra aðila vegna lokunar sjóða á árunum 2016 og 2017 hafi kostað það umtalsverða fjármuni. Afskriftir og niðurfærsla viðskiptakrafna nam 47 milljónum króna í fyrra. „Við erum bara lítið fyrirtæki og þetta hefur orðið okkur gríðarlega erfitt. Við eigum langa sögu og komumst í gegnum hrunið. Svo er ein vond fjárfesting sem við tökum ekki einu sinni ákvörðun um og þá hlaupa allir á okkur,” segir Jón.

Málið reynst Arev mjög erfitt

Málefni Arev NII hefur haft gífurleg áhrif á Arev og kostað það yfir 200 milljónir króna að sögn Jóns. Í ársreikningi Arev verðbréfafélags fyrir árið 2017 kemur fram að erfiðleikar tengdra aðila vegna lokunar sjóða á árunum 2016 og 2017 hafi kostað það umtalsverða fjármuni. Afskriftir og niðurfærsla viðskiptakrafna nam 47 milljónum króna í fyrra. „Við erum bara lítið fyrirtæki og þetta hefur orðið okkur gríðarlega erfitt. Við eigum langa sögu og komumst í gegnum hrunið. Svo er ein vond fjárfesting sem við tökum ekki einu sinni ákvörðun um og þá hlaupa allir á okkur,” segir Jón.

Telur matsbeiðnina ærumeiðandi

Jón segir að verið sé að fara yfir málið með lögfræðingum og því hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðu Héraðsdóms verði skotið til Landsréttar. Þá bendir Jón á að beiðni um dómkvadda matsmenn sé sjaldan þar sem matsbeiðnandi greiði sjálfur fyrir matið. Þá er Jón ósáttur við orðalag í matsbeiðninni. „Okkur finnst matsbeiðnin hafa verið ærumeiðandi og mjög gildishlaðin sem er mjög óvenjulegt,“ segir hann. Hann segir að til skoðunar sé að leita réttar síns vegna þessa.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.