Bílaframleiðandinn Mazda ráðgerir að þróa dísilvél sem er ódýrari og hagkvæmari en hvaða tvíorkubíll sem í boði verður árið 2011, ef marka má frétt á vef Autocar.

Japanski framleiðandinn vill auka sparneytni bifreiða sinna með því að þróa vélartæknina, frekar en að treysta á þung og dýr rafkerfi.

Seita Kanai, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Mazda, segir í frétt á heimasíðu Brimborgar, umboðsaðila Mazda á Íslandi:

,,Við trúum því að með því að þróa hefðbundnar vélar með litlum tilkostnaði sé það besta leiðin til að fjölga sparneytnum bílum.“

Hann bætir því við að Mazda vinni nú að 2.0 lítra dísilvél sem sé eins sparneytin og 0.66 lítra bensínvél eða lítill tvíorkubíll.