Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt tölulega upplýsingar um laun lækna sem starfa hjá ríkinu. Hefur ráðuneytið annars vegar tekið saman gögn um meðallaun þeirra lækna sem þiggja laun frá ríkinu og hins vegar upplýsingar um meðaltal heildarlauna lækna sem starfa á Landspítala Íslands. Í úttektinni eru meðtalin öll launa lækna; dagvinnulaun, yfirvinnulaun, vaktaálag, stjórnunarálag, helgunarálag, menntunarálag og fleira.

Í niðurstöðum ráðuneytisins kemur fram að meðallaun lækna á launaskrá hjá ríkinu á árinu 2013 hafi verið 1.126.292 kr. á mánuði. Heildarfjöldi ársverka að baki þessu meðaltali er 569.

Heildarlaunagreiðslur til lækna sem starfa á Landspítalanum og heyra undir Læknafélag Íslands, sundurliðaðar eftir starfsheitum, voru að meðaltali eftirfarandi:

  • Kandidat: 671.716 kr. (fjöldi ársverka = 33)
  • Almennur: 858.119 kr. (fjöldi ársverka = 109)
  • Sérfræðingur 1.133.310 kr. (fjöldi ársverka = 207)
  • Yfirlæknir: 1.342.183 kr. (fjöldi ársverka = 66)

Þá voru heildarlaunagreiðslur til lækna sem starfa á Landspítalanum og heyra undir Skurðlæknafélag Íslands, sundurliðaðar eftir starfsheitum, að meðaltali eftirfarandi:

  • Sérfræðingur: 1.296.389 kr. (fjöldi ársverka = 43)
  • Yfirlæknir: 1.673.486 kr (fjöldi ársverka = 25)

Loks voru heildarlaunagreiðslur til lækna sem starfa við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sundurliðaðar eftir starfsheitum, að meðaltali eftirfarandi:

  • Almennur: 608.433 kr. (fjöldi ársverka = 41)
  • Sérfræðingur: 1.013.696 kr. (fjöldi ársverka = 73)
  • Yfirlæknir: 1.183.820 kr. (fjöldi ársverka = 20)