Vænta má að stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands, þar sem ákveðið var að lækka stýrivextina niður um 0,5 prósentustig, sé að hluta til ástæðan fyrir því að íslenski hlutabréfamarkaðurinn er að taka vel við sér í dag.

Það sem af er opnun markaða hafa öll félög hækkað, fyrir utan bréf í Össur sem standa í stað. Hækkar icelandair mest eða um 4,65%, í 233 milljóna viðskiptum.

Næst mesta hækkunin er á bréfum Sjóvá, eða 4,09%, í 36 milljóna viðskiptum.

Bréf Haga hækka um 3,67% í 211 milljón króna viðskiptum og bréf Marel hafa hækkað um 3,01% í 142 milljón króna viðskiptum.