Leigubílafyrirtækið Uber tapaði 1,07 milljörðum dollara á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Var tap félagsins þó 27% lægra en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Tekjur félagsins jukust um 5% frá öðrum ársfjórðungi og námu 2,95 milljörðum dollara á meðan heildarbókanir námu 12,7 milljörðum dollara. Tekjur Uber jukust þó um 38% frá sama tímabili í fyrra.

Uber stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað á næsta ári en félagið var nýlega verðmetið á 72 milljarða dollara sem gerir það að einu verðmætasta óskráða fyrirtæki heims.