*

mánudagur, 27. maí 2019
Erlent 16. nóvember 2018 08:01

Milljarðs dollara tap

Tap Uber á þriðja ársfjórðungi var 27% lægra en á sama tíma í fyrra.

Ritstjórn
epa

Leigubílafyrirtækið Uber tapaði 1,07 milljörðum dollara á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Var tap félagsins þó 27% lægra en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Tekjur félagsins jukust um 5% frá öðrum ársfjórðungi og námu 2,95 milljörðum dollara á meðan heildarbókanir námu 12,7 milljörðum dollara. Tekjur Uber jukust þó um 38% frá sama tímabili í fyrra. 

Uber stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað á næsta ári en félagið var nýlega verðmetið á 72 milljarða dollara sem gerir það að einu verðmætasta óskráða fyrirtæki heims.

Stikkorð: Uber
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim