Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður BM Vallár, segir í samtali við Morgunblaðið að framleiðsla úr sementi um þessar mundir sé langtum minni en hún var í aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008, þrátt fyrir mikla aukningu á undanförnum árum.

Vísað er til þess að þá voru stóriðjuframkvæmdir á borð við Kárahnjúka og uppbyggingu stóriðju á Austurlandi á fullu. Lárus Dagur segir að góður vöxtur hafi verið í byggingar- og steypumarkaðnum á þessu ári - og að það sé hægt að sjá í innflutningstölum á sementi. Steypusala og sala á tengdri vöru og þjónustu hefur því einnig aukist jafnt og þétt á milli ára.

Í fréttinni kemur fram að árið 2016 hafi innflutningur á sementi aukist um 26% á milli ára og þá nam innflutningurinn 142 þúsund tonnum. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs er aukningin ríflega 13%. Lárus Dagur segir að meginskýringuna á vextinum vera aukningu á byggingarmagni á höfuðborgarsvæðinu. Hann bendir á að einnig sé kröftug uppbygging hjá öðrum nærliggjandi sveitarfélögum.