*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 1. júní 2017 16:41

Mint Solutions frumkvöðull ársins

Viðskiptablaðið veitti Mint Solutions verðlaun fyrir að vera frumkvöðull ársins við athöfn á Apótekinu í dag.

Ritstjórn
Eva Björk Ægisdóttir

Það var frumkvöðlafyrirtækið Mint Solutions sem hlaut verðlaunin Frumkvöðull ársins hjá Viðskiptablaðinu árið 2017. Bjarni Ólafsson, fráfarandi ritstjóri Viðskiptablaðsins og Trausti Hafliðason, nýr ritstjóri blaðsins, veittu verðlaunin við athöfn á Veitingastaðnum Apótekinu í dag.

Koma í veg fyrir alvarleg mistök

Á tólf mánuðum hefur MedEye lausn Mint Solutions komið í veg fyrir þúsundir mistaka við lyfjagjöf. Lausnin er nú notuð af um 10% hollenskra Sjúkrahúsa og eru fleiri að bætast við. Þá styttist í að lausnin fari í notkun í Belgíu og Bretlandi. Um 20 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í dag en fyrirtækið var stofnað árið 2010.

Nánar er fjallað um Mint Solutions og fjölda annarra frumkvöðlafyrirtækja í Frumkvöðlum, nýju aukablaði Viðskiptablaðsins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim