Næturakstur Strætó hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar en sex leiðir verða í þessum akstri. Leigubílstjórar og farþegar munu ekki geta nýtt sér biðstöð strætisvagna við Lækjartorg til að skýla sér frá veðri og vindum líkt og hingað til því sérrein til suðurs verður nýtt undir næturakstur strætó sem verður um helgar frá kl. 01-04 þessar nætur.

Næturakstur Strætó hefst um næstu helgi eða aðfararnætur 13. og 14. janúar. Sex leiðir munu almennt sinna næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur aðfararnætur laugar- og sunnudaga. Leiðirnar munu aka á um það bil klukkutíma fresti eða frá klukkan 01:00 til um 04:30, en um er að ræða sérstaka vagna með númerin 101, 102, 103, 105, 106 og 111.

Næturaksturinn hefur það í för með sér að leigubílstjórar geta ekki nýtt sér biðstöð strætisvagna við Lækjartorg, það er sérrein til suðurs, um helgar frá kl. 01-04 eins og tíðkast hefur undanfarið. Leigubílar hafa áfram skilgreinda aðstöðu neðst í Hverfisgötu, í Aðalstræti og í Lækjargötu við Bernhöftstorfu.