*

föstudagur, 22. júní 2018
Erlent 10. júlí 2017 15:37

Nafnlaus 228 milljóna hagnaður

Óþekktur fjárfestir hagnaðist um milljónir dollara á viðskiptum með Ethereum án þess að nokkur leið sé að komast að því hver hann er.

Ritstjórn

Nafnlaus rafmyntafjárfestir hagnaðist um 228 milljónir dollara á rúmum mánuði á viðskiptum með Ethereum rafmyntina. Í frétt Bloomberg um málið kemur fram að viðkomandi fjárfestir hafi rúmlega fjórfaldað 55 milljónir dollara með fjárfestingum sínum.

Lítið sem ekkert er vitað um viðkomandi fjárfesti eða fjárfesta. Eina sem vitað er að hann er með rafveski (e. virtual wallet) með auðkenni kóðann 0x00A651D43B6e209F5Ada45A35F92EFC0De3A5184. Kóðinn kom fram í Instagram færslu á indónesísku frá 11. júní síðastliðnum þar sem viðkomandi aðili eða aðilar montaði sig af hagnaðinum. 

Falinn auðkenni eru einn vinsælasti hlutinn af viðskiptum með rafmyntir. Þann 6. júní síðastliðinn fór heildarmarkaðsverðmæti rafmynta eins og Bitcoin og Etherum yfir 100 milljarða dollara. Hefur þessi hraði vöxtur valdið áhyggjum hjá eftirlitsstofnunum sem hafa gefið það út að tími sé kominn til að tengja auðkenni rafveskja við raunverulega notendur. 

Áhyggjur eftirlitsaðila snúa helst að því að rafmyntir séu notaðar í ólöglegum tilgangi og eru mál af þessu tagi eru litinn alvarlegum augum af stjórnvöldum. Í þessu samhengi bendir Bloomberg á mann að nafni Ross Ulbricht sem var árið 2015 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa notað Bitcoin til að þvo peninga og færa fjármuni á milli fíkniefnasala. 

Stikkorð: Bitcoin Ethereum Rafmyntir