Nýir fjárfestar hafa fjárfest í nýsköpunarfyrirtækinu Inspirally en þeir eru Þorsteinn B. Friðriksson stofnandi Plain Vanilla og Teatime ásamt Vilhjálmi Þorsteinssyni og fleirum að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Inspirally er hugbúnaðarlausn sem hjálpar skapandi fólki að vera í samvinnu með hugmyndir. Inspirally gerir notendum kleyft að safna hugmyndum, með því að taka myndir og vídeó, og síðan vera í samskiptum með því bæta við texta, teikningum og spjalli. Enn fremur stefnir fyrirtækið á að nota gervigreind og tölvusjón til að hjálpa notendum að koma hugmyndum í framkvæmd. Stofnendur Inspirally eru Pétur Orri Sæmundsen, Erlendur Steinn Guðnason og hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri.

Þá var ný stjórn félagsins kjörin nú í októbermánuði en hana skipa Birta Flókadóttir tölvunarfræðingur og MBA, Þorsteinn B. Friðriksson viðskiptafræðingur og MBA og Erlendur Steinn Guðnason tölvunarfræðingur.