*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 11. nóvember 2015 13:58

Óskar Suu Kyi til hamingju með árangurinn

Ríkisstjórn Mjanmar segist ætla að virða úrslit sögulegra kosninga.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Talsmaður ríkistjórnar Mjanmar segist að ríkisstjórnin muni virða úrslit kosninga. Kosningarnar eru taldar vera þær frjálsustu í landinu í aldafjórðung. BBC greinir frá.

Forseti Mjanmar, Thein Sein, hefur óskað Suu Kyi til hamingju með árangurinn en samkvæmt nýjustu tölum hefur stjórnarandstöðuflokkur Aung San Suu Kyi fengið 90% atkvæða. Fjórðungur þingsæta er þó frátekinn fyrir stjórnendur her Mjanmar. Staðfest úrslit munu liggja fyrir eftir nokkra daga.

Suu Kyi getur þó ekki orðið forseti landsins þar sem hún átti börn með enskum ríkisborgara, en stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir það.

Stikkorð: Mjanmar