*

föstudagur, 26. apríl 2019
Erlent 21. júní 2016 12:41

Wal-Mart selur kínverska vefverslun

Bandaríski verslunarrisinn Wal-Mart breytir um aðferðafræði á ört vaxandi markaði vefverslunar í Kína.

Ritstjórn

Wal-Mart hefur selt kínverska vefverslun sína til næst stærstu vefverslunar landsins í skiptum fyrir 5% hlut í henni.

Fær fyrirtækið hlut í JD.com að andvirði 1,5 milljarðs Bandaríkjadala í skiptum fyrir vefverslun sína Yihaodian. Bandaríska stórfyrirtækið Wal-Mart rekur meira en 400 verslanir í Kína en samkeppnin er hörð í landinu og hefur fyrirtækið þurft að loka nokkrum verslunum sem og glímt við litla sölu í vefverslun sinni.

Með samningnum fær Wal-Mart aðgang að flutningakerfi JD.com sem og að þeim 150 notendum sem eru að síðunni, en JD.com fær með þessu aukinn styrk í mikilli samkeppni sinni við Alibaba. Áætlað er að markaðurinn muni vaxa uppí 180 milljarða dala árið 2020 en hann nam um 41 milljarði á síðasta ári.

Stikkorð: Kína Wal-Mart Alibaba Kína JD.com
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim