Repúblikaninn Paul Ryan er af flokksmönnum sínum álitinn vænlegur kostur til að verða næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Ryan var varaforsetaefni flokksins í forsetakosningunum árið 2012 og bauð sig fram samhliða Mitt Romney, sem sóttist eftir forsetastólnum en laut í lægra haldi fyrir Barack Obama.

John Boehner, núverandi forseti fulltrúadeildarinnar, mun að líkindum láta af störfum í lok október.

Þó að Paul Ryan hafi ekki sjálfur gefið kost á sér er hann talinn vænlegur til starfsins þar sem hann þykir hafa sannfæringarmátt innan Repúblikanaflokksins. Hann hefur ekki viljað tjá sig um hvort hann ætli að gefa kost á sér eða ekki, þegar fjölmiðlar vestanhafs hafa leitað eftir því.

Nánar er greint frá málinu á Wall Street Journal.