*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 26. september 2013 20:49

Ræða um 1300 milljarða sátt

Forstjóri JPMorgan Chase ræddi við dómsmálaráðherra um mögulega sátt í undirmálslánamálinu.

Ritstjórn

Forstjóri JPMorgan Chase hitti Eric Holder dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í dag. Forstjórinn vildi ekki segja neitt um fundarefnið en fullvíst er að það er um mögulega sátt stjórnvalda og bankans. Wall Street Journal greinir frá.

Bankinn á yfir höfði sér málssókn vegna viðskiptum bankans á svonefndum undirmálslánum (e. subprime). 

Samkvæmt heimildum blaðsins er mögulega sátt fólgin í greiðslu 7 milljarða dala í sekt og 4 milljarða dala niðurfellingar til lánþega. Samtals gerir 11 milljarða dala, rúmlega 1.300 milljarða króna.

Viðræður ráðuneytisins og bankans um sátt í málinu runnu nýlega út í sandinn og þá var talið að ráðuneytið myndi höfða mál gegn bankanum. Fundurinn í dag gæti hafa breytt því.

Stikkorð: JPMorgan Chase
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim