*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 15. febrúar 2018 09:11

Reisa hátækniverksmiðju fyrir Rússa

Samstarf Skagans 3X, Frost og Rafeyri skilar stórum samningi í Kuril eyjum við Kamsjatka skaga í austurhluta Rússlands.

Ritstjórn
Frá undirritun samningsins. Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, og Alexander Verkhovksy, eigandi Gidrostroy, takast í hendur fyrir miðri mynd.

Íslensku tæknifyrirtækin Skaginn 3X ásamt Frost og Rafeyri hafa undir hatti Knarr Maritime undirritað samning við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Gidrostroy um uppsetningu fullkominnar uppsjávarverksmiðju á Kuril eyjum á austurströnd Rússlands.

Verksmiðjan verður búin leiðandi tækni til að flokka, pakka og frysta 900 tonn af uppsjávarfiski á sólarhring, en lesa má ítarlega um málið á vef Fiskifrétta sem fjallaði fyrst um málið.

Ingólfur Árnason forstjóri Skagans 3X hlaut viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2017, en í samtali við blaðið sagði hann að hjá fyrirtækinu væri fjórða iðnbyltingin svokallaða löngu hafin. Hér má sjá myndir frá afhendingu verðlaunanna.

Stikkorð: Frost Skaginn 3X Rafeyri
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim