Ríkissjóður hefur að fullu greitt upp skuld sína við Seðlabanka Íslands. Þetta gerðist í síðasta mánuði. Frá þessu greindi Ríkisútvarpið fyrst. Í Markaðspplýsingum Lánamála ríkisins kemur fram að eftirstöðvar lánið hafi verið 18,5 milljarðar króna.

Skuldabréfið sem var gefið út í lok árs 2008 nam 270 milljörðum króna og var gefið út til að styrkja stoðir eiginfjárstöðu Seðlabanka Íslands í kjölfar fjármálaáfallsins 2008. Upp á síðastið hefur ríkissjóður greitt upp lánið í stórum fjárhæðum og í síðasta mánuði var lánið greitt upp.