Ríkið var í morgun sýknað af kröfum Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum um endurgreiðslu á sérstökku fiskveiðigjaldi. Vinnslustöðin hafði farið fram á að fá það endurgreitt, en upphæð þess var um hálfur milljarður króna fyrir Vinnslustöðina. Greint var frá þessu í hádegisfréttum RÚV en dómurinn hefur ekki verið birtur.

Vinnslustöðin hafði krafist þess að fá innheimt sérstakt veiðigjald endurgreitt frá ríkissjóði. Kröfu sína byggði Vinnslustöðin á því að sérstaka veiðigjaldið væri í raun eignarskattur sem lagður væri á veiðiheimildir sem varðar væru að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Deilt var um sérstaka gjaldið sem innheimt var á árunum 2012 til 2013, en það ár innheimti ríkið rúma átta milljarða króna vegna gjaldsins.