*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 12. júlí 2018 10:03

RSK rafvætt

Fimm tonn af pappír og 65 milljónir króna, eru sagðar sparast við þessa breytingu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ríkisskattstjóri sendi út þrefalt færri álagningarseðla á pappír núna í sumar en síðasta sumar. Útsendir pappírsseðlar voru 22 þúsund talsins nú, en 62 þúsund á síðasta ári. Fækkunin er enn umfangsmeiri þar sem að fjölgað hefur um 11 þúsund manns á grunnskrá Ríkisskattstjóra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra, segir í samtali við Morgunblaðið ástæðuna fyrir þessu vera að nú þurfi fólk að biðja sérstaklega um að fá seðlana senda á pappír, en áður þurfti fólk að afpanta pappírinn sjálft og ef það var ekki gert þá var hann sendur sjálfkrafa heim til fólks. 

Breyting hefur einnig orðið á útsendingu greiðsluseðla fyrir bifreiðagjöld, en hún er nú alfarið orðin rafræn. Sú breyting sé sú mesta sem RSK hefur hefur ráðist í síðan byrjað var að rafvæða álagningarseðlana, en um er að ræða 480 þúsund seðla. Fimm tonn af pappír og 65 milljónir króna, eru sagðar sparast við þessa breytingu. Seðlarnir eru aðgengilegir í pósthólfinu á island.is eða á þjónustusíðu RSK.   

Stikkorð: RSK pappír