*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 15. ágúst 2017 11:11

SA fagna nýjum tón Seðlabankans

Samtök atvinnulífsins fagna nýjum tón Seðlabankastjóra sem talar um lækkandi raunvexti, og að innflæðishöft verði afnumin á næstunni.

Pétur Gunnarsson
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Haraldur Guðjónsson

Samtök atvinnulífsins fagna nýjum tón Seðlabankans. Í viðtali við Bloomberg sagði Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, raunvexti á Íslandi fara lækkandi, að innflæðishöft yrðu afnumin á næstunni og að virkni peningastefnunnar hefði aukist samfara auknum trúverðugleika. Þetta kemur fram í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins.

Rifjað er upp að frá ársbyrjun 2014 hefu verðbólga verið undir markmiði Seðlabanka Íslands, samhliða einstaklega aðhaldassamri peningastefnu bankans. Einnig er minnst á að enn séu þó við lýði höft á innflæði fjármagns erlendra aðila á Íslandi, sem innleidd voru í júní 2016, rþátt fyrir að höft sem fælust í takmörkunum á útflæði fjármagns hafi verið felld brott í mars 2017. 

Samtökin hafa löngum gagnrýnt peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fyrir allt of háa raunvexti. „Tíðinda af næsta vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans, 23. ágúst næstkomandi, er beðið með eftirvæntingu,“ segja forsvarsmenn SA. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru 4,5% og voru lækkaðir um 25 punkta á síðasta fundi peningastefnunefndar. Talsverðar væntingar fjárfesta eru á því að peningastefnunefnd lækki aftur vexti annað hvort nú á næsta fundi peningastefnunefndar, 23. ágúst, eða á næsta fundi eftir það, þann 4. október 2017.