*

föstudagur, 19. apríl 2019
Sjónvarp 10. september 2014 09:41

Sæstrengur er góð hugmynd

Fyrrverandi olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, hélt erindi um arðsemi orkuútflutnings í gær.

Kári Finnsson
Hleð spilara...

VÍB, eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, hélt málfund í Hörpu gær um arðsemi orkuútflutnings. Meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum var Ola Borten Moe, fyrrverandi olíu- og orkumálaráðherra Noregs, en hann miðlaði til fundargesta af reynslu Norðmanna m.a. af lagningu sæstrengs. Spurður að því hvað Íslendingar geti lært af Norðmönnum þegar kemur að orkuútflutningi segir hann að margt sé líkt í aðstöðu landanna beggja. Lagning sæstrengs á milli Bretlands og Íslands er í grunninn góð hugmynd að hans mati.

Spurður að því hvað séu helstu þröskuldar í vegi okkar að lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands segir Moe að kanna þurfi vandlega hverjir séu helstu eiginleikar beggja markaða áður en lengra er haldið. 

VB Sjónvarp ræddi við Ola Borten Moe.

Stikkorð: VÍB Sæstrengur Ola Borten Moe
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim