Japanskur efnahagur dróst saman um 0,4% á öðrum ársfjórðungi borið saman við þann fyrsta. BBC News greinir frá þessu.

Þar kemur fram að dræmur útflutningur til Kína og Bandaríkjanna og minni einkaneysla hafi verið stærstu áhrifaþættirnir í samdrættinum.

Tölurnar eru sagðar gefa til kynna að aðgerðir japanskra stjórnvalda til þess að örva efnahagslífið þar í landi hafi mistekist.

Samdrátturinn á tímabilinu nam 1,6% á ársgrundvelli, en á fyrsta ársfjórðungi mældist hins vegar 4,5% hagvöxtur í landinu.