*

fimmtudagur, 21. júní 2018
Erlent 3. júlí 2017 17:19

Segir Bitcoin geta hækkað um 50%

Sérfræðingur hjá Goldman Sachs segir gengi Bitcoin geta náð hæstu hæðum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Sheba Jafari, yfirmaður tæknigreiningar hjá Goldman Sachs segir að verð á Bitcoin gæti hækkað upp í 3.915 dollara. Ef Jafari reynist sannspá myndi hækkunin nema um 52% miðað við gengi Bitcoin sem stendur nú í 2.567 dollurum. Segir hún að lágmarks markgengið (e. target price) sé 3.212 dollarar og geti náð allt að 3.915 dollrum. CNBC greinir frá.

Þrátt fyrir spár um miklar hækkanir segir Jafari að gengið gæti farið niður í 1.857 dollara áður en Bitcoin myndi rísa í hæstu hæðir.

Gengi Bitcoin hefur sveiflast á milli 2100 og 3000 dollara síðan stafræna gullið náði methæðum þann 11. júní síðastliðinn þegar gengið náði 3.025,47 dollurum. Eftir að hafa náð hæsta stigi féll gegni Bitcoin niður um 800 dollara en jafnað sig síðan og stendur nú í 2.567 dollurum. Hefur gengi rafmyndarinnar hækkað um 158% það sem af er ári.

Stikkorð: Goldman Sachs Bitcoin