*

miðvikudagur, 20. mars 2019
Erlent 11. júní 2018 12:45

Segja upp þúsundum starfsmanna

Uppsagnirnar sagðar vera partur af langtímaáætlunum fyrirtækisins um að auka arðsemi og fjárstreymi sitt.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Breska fyrirtækið Rolls-Royce mun í vikunni kynna framtíðaráætlanir sínar fyrir hluthöfum sínum. Gert er ráð fyrir því að þar muni fyrirtækið greina frá uppsögn á þúsundum starfsmanna. Frá þessu er greint á vef FT. 

Sérfræðingar búast við að um það bil 4.000 starfsmenn fyrirtækisins muni missa vinnuna. Þessi aðgerð mun vera partur af langtímaáætlunum fyrirtækisins um að auka arðsemi og fjárstreymi sitt. 

Hluthafar vonast til þess að fá upplýsingar um það hvenær fyrirtækið muni hækka arðgreiðslur sínar á ný, en fyrirtækið lækkaði arðgreiðslur til hluthafa um 30% árið 2016 og hafa haldið þeim óbreyttum síðan.

Stikkorð: Rolls-Royce uppsagnir