*

sunnudagur, 24. september 2017
Innlent 3. september 2014 20:16

Sigurður Einarsson kærði sérstakan saksóknara

Lögmaður Sigurðar Einarssonar segir sérstakan saksóknara hafa gefið Interpol rangar upplýsingar þegar lýst var eftir honum.

Hlynur Jónsson
Sigurður Einarsson.
Haraldur Guðjónsson

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lagði fram kæru á hendur Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, og Birni Þorvaldssyni, saksóknara hjá embættinu, í lok október 2013. Í kærunni var þess farið á leit við ríkissaksóknara að hann hæfi rannsókn á hendur saksóknurunum tveimur fyrir að hafa gefið Héraðsdómi Reykjavíkur og alþjóðalögreglunni Interpol vísvitandi rangar upplýsingar í máli Sigurðar í því skyni að ná fram úrskurði héraðsdóms um handtöku hans og í framhaldinu ákvörðun Interpol um að lýsa eftir honum sem glæpamanni á flótta. Ríkissaksóknari vísaði kærunni frá á þeim grundvelli að hin meintu brot saksóknaranna væru fyrnd.

„Þetta er mjög sérstakt mál og mér finnst það satt að segja alveg ömurlegt," segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður, en hann gætir hagsmuna Sigurðar í málinu.

Interpol lýsti eftir Sigurði með svokallaðri „Red notice“ auglýsingu. Til þess að fá fram slíka auglýsingu þarf manns að vera leitað til að koma honum fyrir dómara til þess að mæta ákæru eða í því skyni að afplána refsingu. Slíku var ekki til að dreifa í máli Sigurðar þar sem hann hafði enn ekki verið ákærður í málinu og engin refsing ákveðin. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Ráðgjafar KPMG og Deloitte gætu þurft að greiða milljarða vegna ráðgjafar 
 • Sérstakur saksóknari sakaður um samráð með slitastjórn Glitnis
 • Isavia breytir Leifsstöð fyrir 1,6 milljarða
 • Fyrrverandi markaðsstjóri höfðar skaðabótamál gegn MP banka
 • Dómur í verðtryggingarmálinu gæti legið fyrir á næsta ári
 • Þrengingar í Þýskalandi
 • Skortur á fjármagni stendur í vegi fyrir öflugu þróunar- og rannsóknarumhverfi
 • Landbúnaðarkerfið er flókið og óhagkvæmt, segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í ítarlegu viðtali
 • RIFF veltir 60 milljónum króna á ári
 • Joe & the Juice opnar í Laugum
 • Nærmynd af Magnúsi Þorláki sem er að byrja hjá McKinsey & Company í Kaupmannahöfn
 • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs og Óðins sem að þessu sinni skrifar um skuggann yfir Evrópu
 • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira