*

þriðjudagur, 24. október 2017
Innlent 19. júní 2017 16:50

Síminn og VÍS lækka mest

Gengi hlutabréfa VÍS, Símans, N1, Haga og Regins lækkaði nokkuð í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,24% í dag og stendur nú í 1.810,36 stigum. Hún hefur hækkað um 5,83% frá áramótum. Heildarvelta á markaði nam 9.152 milljónum króna þar af var 3.703 milljón króna velta á hlutabréfamarkaði og 5.424 milljón króna velta á skuldabréfamarkaði. 

Gengi bréfa Símans lækkaði mest eða um 2,76% í 306,8 milljón króna viðskiptum. Mjög svipaða sögu má segja um bréf VÍS en þau lækkuðu um 2,75% í 152 milljón króna viðskiptum. Enn fremur lækkaði gengi bréfa N1 og Haga, en þau hafa verið á niðurleið upp á síðkastið. Gengi bréfa N1 lækkaði um ríflega 2,63% og gengi Haga um 2,32% í 634 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa Regins um ríflega 2 prósentustig.

Marel hafði jákvæð áhrif en félagið hækkaði um 1,47% í 767 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi bréfa Nýherja um 1,34% þó einungis í tæplega 38 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa Icelandair hækkaði einnig um 0,76% í 303,6 milljón króna viðskiptum. 

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 8,8 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 3,4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 4,8 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% í 0,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 4,1 milljarða viðskiptum.  

Stikkorð: Nasdaq Kauphöllin lækkanir