*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 24. nóvember 2017 17:52

Skeljungur missir eldsneytissamninga

Icelandair og Wow air munu ekki endurnýja samninga um kaup á flugvélaeldsneyti við Skeljung sem renna út um áramótin.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samningar Skeljungs um sölu á flugvélaeldsneyti sem gerðir voru til eins árs við íslensku flugfélögin Icelandair og Wow air verða ekki endurnýjaður og rennur þeir því út nú um áramótin.

Hendrik Egholm forstjóri Skeljungs segir félagið hafa átt ánægjuleg viðskipti við bæði flugfélögin. „[V]ið vonumst til að taka upp þráðinn með þeim síðar," segir Hendrik.

„Aukning í flugumferð hefur verið mjög mikil síðustu árin og því ljóst að velta félagsins mun minnka töluvert á árinu 2018. Þetta mun einnig hafa áhrif á afkomu félagsins á næsta ári, þó ekki í samræmi við minnkaða veltu, en á sama tíma  losnar um umtalsvert fjármagn í rekstrinum og dregur úr rekstraráhættu.“