Óheimilar yfirdráttarskuldir heilbrigðisstofnana, sem Viðskiptablaðið fjallaði um í síðustu viku, hafa að nokkru leyti verið greiddar upp með fyrirgreiðslu frá fjármálaráðuneytinu. Hins vegar gætu blikur verið á lofti í ljósi yfirvofandi launahækkana hjá hjúkrunarfræðingum.

Viðskiptablaðið sendi í vikunni fyrirspurnir til fjármála- og efnahagsráðuneytisins og velferðarráðuneytisins vegna yfirdráttarskulda ríkisstofnana. Slíkar skuldir eru óheimilar samkvæmt opinberum reglum, en nokkrar ríkisstofnanir skulda engu að síður tugi milljóna í yfirdrátt.

Þeim spurningum var beint til fjármálaráðuneytisins hvort ráðuneytið hefði knúið fram viðbrögð ríkisstofnana við brotum á reglunni um yfirdrátt. Velferðarráðuneytið var spurt um eftirlit með skuldum heilbrigðisstofnana og ábyrgð á því að skuldirnar væru greiddar niður. Bæði fjármála- og velferðarráðuneytið voru spurð hvers vegna nokkrar stofnanir brjóta enn gegn banninu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .