Móðurfélag British Airways, IAG, íhugar nú að kaupa Norwegian Air að því er The Wall Street Journal greinir frá .

IAG á þegar 4,61% hlut í Norwegian og er sagt hafa áhuga á lággjaldaflugi yfir Atlantshafið. Hlutur IAG er metinn á um 41 milljón dollara en markaðsvirði Norwegian er um 890 milljónir dollara. Sú fjárfesting er í tilkynningu frá IAG sögð vera til þess að byggja upp stöðu til þess að hefja viðræður um kaup á Norwegian.

Norwegian tapaði um 33,6 milljörðum íslenskra króna á fyrsta ársfjórðungi ársins og ákvað í kjölfarið að safna auknu hlutafé, selja hluta af flotanum og bjóða hlut af þjónustu sinni til sölu vegna aukins taps. Flugfélagið telur þó að fjárfesting IAG sýni sjálfbærni viðskipamódelsins og tækifæri á vexti félagsins.